1.png

Að standa í pontu

Ekki ríghalda þér í pontuna. Stattu í hælana og með hendur meðfram síðum eða laust á pontunni. Reyndu einnig að vagga ekki til hliðana eða fram og til baka. Ef það skildi vera míkrafónn í pontunni, mundu að snúa ekki höfðinu of langt frá honum og ekki vera of langt frá honum heldur (c.a. 5-10 cm)

—Pngtree—pen starting school black pen_3853365.png

Að skrifa

Flestir skipuleggja ferðalögin sín fyrirfram. Þau ákveða sér áfangastað og hvernig þau ætla að komast þangað. Sama er hægt að gera þegar byrjað er að skrifa ræðu og vitandi hver áætlunin, aðferðin og leiðin að niðurstöðu ræðunnar mun koma þér örruglega á leiðarenda.

%E2%80%94Pngtree%E2%80%94water+drop+icon_4769143.jpg

Drekktu vatn

Ekki hika við að taka með þér vatnsglas í pontu eða þegar þú ert að kynna. Að fá sér sopa af vatni í ræðu getur verið ágæt leið til þess að losa um stress og halda svo áfram með ræðuna, ekki hafa áhyggjur af skjálfta í höndum.

%25E2%2580%2594Pngtree%25E2%2580%2594cartoon%2Bbomb%2Bbackground%2Band%2Bexplosive_4977135.jpg

Allir stressast

Lang flest okkar finna fyrir einhverskonar stressi eða spenning áður en við tölum fyrir framan áhorfendur. Þessi spenningur er eðlilegur og með reynslu verður auðveldara í hvert skipti að takast á við að flytja ræðu.

image_processing20200424-29859-1gkz4fi.png

Rauði þráðurinn

Líkt og þessir þræðir í fötunum okkar móta þau er gott að velja sér einn rauðan þráð sem mótar og stýrir ræðunni þinni og markar útkomuna. Vertu viss um hvernig þú vilt láta ræðuna líta út þegar þú byrjar að skrifa og skrifin verða þér auðveldari.

actor-icon-png-png-image-actor-icon-png-512_512.jpg

Leikaraskapur

Það er gaman og áhugavert að flytja ræðuna sína á margvíslegan máta. Prufaðu að fara með ræðu á mismunandi máta með eins miklu látbragði og hægt er. Reynslan verður líklegast skemmtileg og mun einnig hjálpa þér í framkomu, sérstaklega áherslum.

process-svg-icon-free-thinking-png-143440-free-cliparts-on-thinking-icon-png-920_1060.png

Talaðu og skrifaðu

Ef þú ert að skrifa og ert jafnvel með ritstíflu, prufaðu að ræða við sjálfa/n þig (eða aðra manneskju) um málefnið og reyndu að skrifa niður punkta eins og þeir koma fram. Einnig er hægt að hljóðrita sig með síma og nota sem aðstoð við skrif.

2644379.png

Undirbúningur

Flest okkar hafa heyrt að undirbúningur sé lykillinn að góðum árangri, og það er satt. Jafnvel hinir rændustu ræðuhaldarar eru sammála um að undirbúningur sé nauðsynlegur. Kynntu þér málefnið, aðstæður og æfingin skapar meistarana.

20.jpg

Ekki lesa af glærum

Þegar þú færð með ræðu eða kynningu er gott að halda sambandi við áhorfendur. Best er að nota glærur sem stuðning við góðan framflutning á viðfangsefninu sem um er rætt. Ef þú þarft að snúa höfðinu í burt frá áhorfendunum heyra þau einnig verr í þér.

99-991339_33023-clipart-png-download-small-office-home-office.jpg

Fjarfundir

Ef þú stundar mikið af fjarfundum eða vinnur heima vegna Covid-19 er mikilvægt að hafa góð tæki og tól til þess að stunda þægilega fjarfundi. Á fjarfundum getur verið mikilvægt að tala hægar og skýrar heldur en í daglegu lífi.