Stjórnendaþjálfun
Eitt af því skemmtilegasta sem við gerum er að þjálfa stjórnendur fyrirtækja. Nútímasamfélag gerir kröfur um stjórnendur sem kunna að tjá sig, hvort sem það er í samskiptum við aðra eða þegar þeir vilja koma hugmyndum sínum á framfæri. Ræðumennska, framkoma, viðburðarstjórnun og fundastjórnun spila lykilatriði í stjórnendaþjálfun okkar.
Farið er eina helgi á ónafngreindan lúxus stað þar sem stjórnendurnir hjá þínu fyrirtæki fá þjálfun sem nýtist þeim vel. Óvæntur leynigestur mætir sem hefur mikla reynslu af framkomu, söluþjálfun og almennri viðburðarstjórnun.
Ógleymanleg reynsla!

Gist er á 5 stjörnu lúxus hóteli
Á námskeiðinu:
Framkoma stjórnenda
Viðburðarstjórnun
Hvernig á að halda kynningu
Hvernig skal hvetja starfsfólkið
Sölumennska
Hópefli
Ræðumennska
Fundastjórnun
Hvað er í boði
Innifalið í námskeiðinu er gisting á ónafngreindu lúxus hóteli út á landi, matur og uppihald, þjálfun, leynigesturinn og öll afþreying.
Verð á hverja manneskju:
999.999 kr

“A manager is a guide. He/She takes a group of people and says, ‘With you I can make us a success; I can show you the way.’”
Arsene Wenger
Pantaðu stjórnendaþjálfun
Með því að fylla út formið hér til hliðar færðu tilboð í stjórnendaþjálfun.
Stjórnendaþjálfunin er sérsniðin að þörfum hvers og eins fyrirtækis. Þú mátt því búast við að fá nokkrar spurningar sem eru hugsaðar til að við fáum betri tilfinningu fyrir ykkar þörfum.
Þessi hugmyndavinna verður svo að fullmótuðu þjálfunarplani sem tekur ykkar stjórnendur á hærra plan þegar kemur að framkomu.